Froskur með bilaðan stól...framhaldssaga.

Himininn var blár. Ekki ský á lofti og sólin leit niður, enda skyggni ágætt. Hún sá frosk.

Froskurinn vaknaði og hugsaði með sér [já froskar hugsa]. "Ferlega er ég þreyttur" hugsaði hann og svo leit hann til hliða og sá stól liggjandi á hliðinni. Stóllinn var nú svo sem ekkert merkilegur. Svona melamín húðað dæmi úr Rúmfatalagernum, en samt var Froskurinn tengdur honum einhvern veginn. Jæja, Froskurinn hugsaði með sér "Mikið væri nú gott að setjast á stólinn" svo að hann gerði sig líklegan til að setjast. Hann reisti sig upp á afturlappirnar, því það er nú doldið sem froskar eiga til að gera. Svo reisti hann stólinn við og viti menn, um leið og hann settist féll stóllinn ásamt froski niður á hliðina í átt til vinstri. Froskurinn reyndi hvað hann gat, en blessaður stóllinn datt alltaf til vinstri, og þá skipti engu hversu mikið af laufblöðum froskurinn góði setti undir til að halda stólnum stöðugum. Það var eins og engin nátturulögmál virkuðu á blessaðan stólinn.

Framhald síðar...

Ummæli

Addý Guðjóns sagði…
Ég bíð spennt eftir framhaldi!

Vinsælar færslur